
GPS mælingar og drónaþjónusta
GPS mælingar | Útsetningar | Drónaþjónusta | Eftirlit með framkvæmdum | Loftmyndataka
Hvernig getum við aðstoðað þig í þínum verkefnum?
Við bjóðum upp á þjónustu í GPS mælingum, útsetningum og alhliða drónaþjónustu sem er sniðin að þörfum viðskiptavina. Hafðu samband við okkur og segðu frá þínu verkefni og við reynum að finna besta lausn sem hentar þér.
Ávinningur í notkun dróna í ýmsum verkefnum er margvíslegur. Eftirliti með framgang framkvæmda, umhverfisvöktun, gerð nákvæmra smákorta í hárri upplausn, ástandsskoðun og margt fleira. Helstu gagnaafurðir eru upprétt smákort, yfirborðslíkön, hæðarlínur, punktaský eða þrívíddarlíkön sem hafa mikið notagildi í hönnun, skipulagsverkefnum, umhverfisvöktun eða myndrænni framsetningu á verkefni fyrir hagsmunaaðila eða sem auglýsingaefni.
Okkar þjónusta
-
GPS mælingar og útsetningar
Við vinnum með GPS mælitæki með nákvæmni allt að 1-2 cm í bestum ástæðum. Þetta er sérstaklega gagnlegt við skipulagningu og eftirlit með framkvæmdum, útsetningu lóðamarka og fleira. Vönduð vinnubrögð og nákvæmar hnitsetningar draga úr áhættu og lágmarka kostnaðarlegar afleiðingar.
-
Lágflugsmyndir og gangaöflun með dróna
Hágæða loftmyndataka og gagnaöflun með dróna er frábær kostur fyrir þá sem vilja að fá meira úr gögnum. Svæði er myndað með fjölda loftmynda eftir fyrirfram skilgreindri flugleið og upprétta kort í hárri upplausn af svæðinu er búið til. Nákvæmni gagna fer eftir þörfum viðskiptavina og flækjustig verkefnis.
-
Önnur þjónusta
Ef þú ert með hugmynd þar sem okkar þjónusta getur nýst þér í þínum verkefnum, ekki hika við að hafa samband við okkur. Hvort sem það er verkefni tengt efnismælingum, eftirliti, ástandsskoðun eða reglulegu eftirfylgni á framkvæmdasvæði, við reynum að finna lausnir sem henta þér.
Hafðu samband við okkur í síma +3546208537 eða fylltu út formið fyrir neðan og við höfum samband við þig við fyrsta tækifæri.